Þing Evrópusambands verkalýðsfélaga sett

Þrettánda þing Evrópusambands verkalýðsfélaga (ETUC) var sett í París í morgun og stendur það fram á föstudag. Yfirskrift þingsins er „Réttlátt samfélag – góð störf og réttindi launafólks“.

Umfjöllun á þinginu er skipti á milli efnisþátta. Þar verður sérstaklega fjallað um atvinnuleysi ungs fólks og hvernig megi vinna gegn því. Þá verður fjallað um stöðu kvenna og flóttamannavandann og hlutverk verkalýðshreyfingarinnar. Umfjöllun um „Parísaryfirlýsingu“ og starfsáætlun ETUC til næstu fjögurra ára verður jafnframt áberandi en drög að þessum skjölum má nálgast á tenglunum hér að framan.

Umræður um yfirlýsinguna og stefnuna verða í þremur lotum. Í þeirri fyrstu verður fjallað um mikilvægi öflugrar efnahagsstefnu fyrir allt launafólk og atvinnumálin. Í annarri umferð verður mikilvægi öflugrar og sterkrar verkalýðshreyfingar og lýðræðisins til umfjöllunar. Í þriðju umferð verða síðan fjallað um mikilvægi traustra og félagslegra réttinda fyrir launafólk og baráttuna gegn félagslegum undirboðum. Auk þess sem að framan greinir verða flutt fjölmörg ávörp gesta og ný forysta ETUC kosin.

Dagskrá ETUC þingsins má nálgast hér. Hægt er að fylgjast með þinginu og umræðum í beinni útsendingu.

 

 

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?