Þingi ITUC lýkur í dag

Þing Alþjóðasamtaka verkalýðsfélaga (ITUC) verður slitið í dag í Berlín þar semþingið hefur staðið yfir frá sunnudegi. Núverandi framkvæmdastjóri, Sharan Burrows framkvæmdastjóri, var í gær endurkjörin framkvæmdastjóri samtakana með nærri 90% atkvæða.

Síðustu daga hafa fulltrúar frá meira en 1000 samtökum launafólks verið viðstaddir þingið þar sem fjallað hefur verið um hinar ýmsu málefni er varða launafólk í þremur undirnefndum. BSRB á tvo fulltrúa á þinginu en frekar má fræðast um það á heimasíðu þingsins.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?