Tökum höndum saman - Herferð gegn kynferðislegri áreitni á vinnustöðum

Vinnu­eft­ir­litið hef­ur hleypt af stokk­un­um nýrri her­ferð gegn kyn­ferðis­legri áreitni á vinnu­stöðum undir yfirskriftinni #Tökum höndum saman. Til­gang­ur­inn er að hvetja vinnustaði til að grípa til aðgerða með for­vörn­um, fræðslu og mark­viss­um viðbrögðum þegar slík mál koma upp.

Nýtt fræðsluefni og verkfæri hafa verið þróuð og er aðgengilegt á vef Vinnueftirlitsins, til að mynda mynd­skeið um birt­inga­mynd­ir og af­leiðing­ar kyn­ferðis­legr­ar áreitni og æski­leg viðbrögð vinnustaða og starfs­fólks þegar slík mál koma upp. Einnig er hægt að nálg­ast nýtt sta­f­rænt flæðirit fyr­ir vinnustaði sem skýr­ir fer­il máls með mynd­ræn­um hætti, en því fylg­ir gátlisti um mik­il­væg atriði sem þarf að hafa í huga til að tryggja góða málsmeðferð. Bæði fyr­ir ætlaða þolend­ur og gerend­ur.

Verk­efn­­ið er aðgerðavakning og unn­ið í samstarfi við sam­tök aðila vinnu­markaðar­ins, embætti land­lækn­is, Jafn­rétt­is­stofu og fé­lags- og vinnu­markaðsráðuneytið.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?