Trúnaðarmannanámskeið fara af stað í haust

Trúnaðarmannanámskeiðin fara fram í BSRB-húsinu við Grettisgötu 89.

Trúnaðarmannanámskeiðin hjá Félagsmálaskóla alþýðu halda áfram í haust. Trúnaðarmannanámskeið I verður kennt í þremur þrepum. Fyrsta þrepið í september, annað í október og það þriðja í nóvember.

Á námskeiðunum fá þátttakendur fræðslu um hlutverk stéttarfélaga, sambanda og heildarsamtaka á vinnumarkaði. Þá verður farið í lestur launaseðla og launaútreikninga, samskipti á vinnustað, starf og stöðu trúnaðarmannsins. Einnig verður fræðsla um uppbyggingu og innihald kjarasamninga, réttindi í sjóðum stéttarfélaga og fleira.

  • Fyrsta þrepið verður kennt dagana 18. til 20. september.
  • Annað þrepið verður kennt dagana 16. og 17. október.
  • Þriðja þrepið verður kennt dagana 13. til 15. nóvember.

Kennslan fer fram í BSRB-húsinu við Grettisgötu 89 og stendur frá klukkan 9:00 til 15:45.

Nánari upplýsingar má fá á vef Félagsmálaskóla alþýðu. Þar er einnig hægt að skrá sig á námskeiðin.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?