Trúnaðarmannanámskeið - Skráning hafin

Fjórða þrep Trúnaðarmannanámskeiðs BSRB fer fram 3. og 4. nóvember. Að þessu sinni verður farið yfir sjálfseflingu og samskipti og kennari er Sigurlaug Gröndal.

Helstu áhersluþættir námskeiðsins að þessu sinni eru:

  • Hvernig sjálfstraust einstaklinga hefur áhrif á samskipti
  • Nemendur kynnast áhrifum skorts á sjálfstraust og ýmsar birtingamyndir þess
  • Nemendur kynnast leiðum til að efla sjálfstraustið og hvaða aðstæður geta haft áhrif á minnkandi sjálfstraust
  • Nemendur læra helstu atriði sem hafa þarf í huga þegar þeir tala fyrir framan hóp
  • Nemendur læra helstu atriði uppbyggingar á ritun ræðna
  • Nemendur spreyta sig á upplestri – stuttri ræðugerð og flutningi á henni

Skráning og frekari upplýsingar má nálgast hér.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?