Tveir samningar til viðbótar samþykktir

Félag starfsmanna stjórnarráðsins hefur samþykkt nýjan kjarasamning sem undirritaður var á dögunum við ríkið. Þá hefur Starfsmannafélag Suðurnesja samþykkt nýjan kjarasamning sem félagið gerði við ríkið vegna starfsmanna hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Þegar hefur Sjúkraliðafélag Íslands samþykkt samning við ríkið rétt eins og félagar í SFR. Þá er kosningu um nýjan kjarasamning Landssambands lögreglumanna að ljúka og ætti niðurstaðan að vera ljós eftir hádegið á morgun.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?