Um 13% launamunur hjá opinberum starfsmönnum

Óleiðréttur launamunur kynjanna á Íslandi var 18,3% árið 2014 og hefur minnkað frá fyrra ári úr 19,9%. Munurinn var 19,9% á almennum vinnumarkaði en 13,2% hjá opinberum starfsmönnum, þar af var munurinn 14,1% hjá ríki og 6,7% hjá sveitarfélögum. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofunnar.

Þegar horft er til atvinnugreina er launamunurinn mestur í fjármála- og vátryggingastarfsemi 37,5% og minnstur í heilbrigðis- og félagsþjónustu 7,4%. Launamunur minnkar nokkuð frá fyrra ári í þeim atvinnugreinum sem opinber rekstur er mestur, það er í opinberri stjórnsýslu, fræðslustarfsemi og heilbrigðis- og félagsþjónustu. 

 

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?