Umsögn BSRB um verkfallsrétt lögreglumanna

BSRB hefur skilað inn umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögreglulögum nr. 90/1996 sem fjallar m.a. um verkfallsrétt lögreglumanna. Í frumvarpinu er lagt til að verkfallsréttur lögreglumanna verði endurreistur.

Í umsögn sinni styður BSRB og tekur undir umsögn Landssambands lögreglumanna um þingmálið enda verkfallsréttur og samningsfrelsi launafólks grundvallarréttur sem verndaður er skv. stjórnarskrá lýðveldisins íslands nr. 33/1944 og Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994.

BSRB telur að ekki þurfi að fara mörgum orðum um þau vandkvæði sem hafi fylgt því samkomulagi sem afsal verkfallsréttar í stað kauptryggingar á launum lögreglumanna hefur haft í för með sér. Frá því að verkfallsréttur lögreglumanna var tekinn af árið 1986 hafa ávallt staðið yfir langar deilur í hvert sinn sem kjarasamningar þeirra eru lausir.

Því krefst bandalagið þess, í samræmi við vilja lögreglumanna, að lögreglumönnum verði tryggður verkfallsréttur á ný með brottfellingu 31. gr. lögreglulaga.

Umsögnina í heild sinni má lesa hér á vef Alþingis.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?