Undanþágunefnd vegna verkfalla tekur til starfa

Boðuð verkföll í Kópavogi, Mosfellsbæ, Garðabæ og Seltjarnarnesi munu hefjast mánudaginn 15. maí næstkomandi, náist samningar ekki fyrir þann tíma. Verkföll í Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Vestmannaeyjum, Ölfus, Hveragerði og Árborg hefjast mánudaginn 22. maí. Undanþágunefnd hefur tekið til starfa en hana skipa fulltrúar aðildarfélaga BSRB sem boðað hafa til verkfallsaðgerða gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem og fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Umsóknir um undanþágu skal senda undanþágunefnd rafrænt. Ein undanþágunefnd er gagnvart öllum aðildarfélögum sem boðað hafa verkfall hjá sveitarfélögunum. Athugið að samkvæmt 20. gr. laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986 er einungis heimilt að fá tímabundna undanþágu frá vinnustöðvun starfsmanns í þeim tilgangi að afstýra neyðarástandi. Það er eingöngu stjórnandi sem getur sent undanþágunefnd undanþágubeiðni.

Hér má finna eyðublað vegna undanþágubeiðna.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?