Undirbúningur kjaraviðræðna

Í Morgunblaðinu í dag er fjallað um undirbúning aðildarfélaga BSRB fyrir komandi kjaraviðræður. Formaður BSRB segir undirbúninginn ganga vel þó félögin séu mislangt á veg komin.

Í næstu viku verður haldinn samningseiningafundur BSRB þar sem staðan á kröfugerðum BSRB og aðildarfélaga mun skýrast. Sem dæmi um það sem tekið verður til umræðu er krafa félagsmanna BSRB um styttingu vinnuviku en bandalagið hefur á undanförnum árum unnið eftir þessari áherslu félagsmanna. Önnur mál sem félagsmenn hafa lagt áherslu á er bætt fyrirkomulag vaktavinnu og réttindi foreldra vegna langveikra barna.

Í grein Morgunblaðsins kom einnig fram að í nýrri skýrslu samtaka á vinnumarkaði þar sem gerð var úttekt á launaþróun, komi fram að að frá 2013-2014 hafi orðið minnst hækkun á hreinu tímakaupi hjá ríkisstarfsmönnum BSRB eða 4,9%. Elín Björg telur að skýrslan sýni fram á að ríki og sveitarfélög hafi verið að semja við aðildarfélög BSRB með lakari hætti en gert hafi verið á almennum vinnumarkaði og við BHM og KÍ. Byggt verði á skýrslunni við kröfugerðarvinnu aðildarfélaganna.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?