Upplýsingar um skilagreinar

Launagreiðendur senda BSRB skilagreinar mánaðarlega.

Launagreiðendum ber að senda BSRB skilagreinar fyrir hvern mánuð með sundurliðun á öllum iðgjöldum til stéttarfélaga fyrir hvern launþega fyrir gjalddaga sem er 10. hvers mánaðar. Áríðandi er að rétt númer og heiti stéttarfélags komi fram á hverri skilagrein.

Kröfur stofnast í netbanka þegar skilagrein hefur borist nema óskað hafi verið eftir öðrum greiðslumáta. Eigi greiðsla sér ekki stað fyrir eindaga eru reiknaðir dráttarvextir frá gjalddaga til greiðsludags. Gjalddagi er 10. dagur næsta mánaðar eftir launamánuð en eindagi síðasti virki dagur gjalddaga mánaðar. BSRB mælir með því að kröfur séu frekar greiddar í stað millifærslu.

BSRB óskar eftir að fá allar skilagreinar sendar með rafrænum hætti.

  • Skilagreinar á SAL formi (textaskrár) sendast á netfangið skbibs@bsrb.is
  • Skilagreinar á XML formi sendast á vefþjónustuna https://dk.bsrb.is/bibs/skilagreinar.exe/wsdl/IMemberExpos

Nánari upplýsingar veitir Björg Geirsdóttir hjá BSRB í síma 5258317 eða í netfanginu bjorg@bsrb.is.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?