Útskrift frá Sjúkraflutningaskólanum

Útskrift nemenda Sjúkraflutningaskólans fór fram í hátíðarsal Háskólans á Akureyri síðastliðinn föstudag þegar útskrifaðir voru 237 nemendur sem stunduðu nám við skólann 2014–2015.

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra var viðstaddur athöfnina og afhenti við þetta tækifæri byggðarlögunum Hrísey og Grímsey hjartastuðtæki að gjöf. Ráðherra lýsti ánægju með starfsemi Sjúkraflutningaskólans sem annast menntun sjúkraflutningafólks á landsvísu eins og fram kemur í frétt á vef velferðarráðuneytisins.

Ráðherra lagði áherslu á mikilvægi starfa þeirra sem annast sjúkraflutninga og óskaði hinum nýútskrifuðu velfarnaðar. Hann sagði útskrift hóps vettvangsliða frá Grímsey og Hrísey sérstakt ánægjuefni, en ráðuneytið styrkti það nám sérstaklega.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?