Val á milli fjármagns og lýðræðis?

Togstreitan á milli fjármagns og lýðræðis var rauði þráðurinn í erindi Ögmundar Jónassonar, fyrrverandi þingmanns, ráðherra og formanns BSRB, á morgunverðarfundi um alþjóðaviðskiptasamninga á vegum BSRB og BHM síðastliðinn fimmtudag.

Á fundinum fjallaði Ögmundur um þá samninga sem nú eru í pípunum og úr hvaða umhverfi þeir eru sprottnir. Þá fór hann yfir áhrif þeirra á lýðræðislegan rétt þjóðríkja til að taka ákvarðanir um mikilvæg mál.

Í TiSA-samningunum sem nú er unnið að eru helstu átakaefnin opinber þjónusta, umhverfismál, lyfjamál og heilbrigðismál, sagði Ögmundur. Hann sagði mikilvægt að kynna sér vel hvað væri verið að semja um og gera allt sem hægt er til að hafa áhrif á samningana.

„Við eigum að gera lýðræði og góð vinubrögð að leiðarljósi okkar í samningum við umheiminn. En framar öllu öðru, semjum ekki sofandi,“ sagði Ögmundur.

Hægt er að horfa á upptöku af fundinum hér.

Hægt er að kynna sér TiSA-samningana nánar á vef Utanríkisráðuneytisins.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?