Varða rannsakar ungmenni utan vinnumarkaðar

Adda Guðrún Gylfadóttir félagsfræðingur hefur verið ráðin til að vinna rannsókn Vörðu.

Varða – rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins hefur hlotið fjögurra miljóna króna styrk frá Þróunarsjóði innflytjendamála fyrir verkefnið NEET hópurinn: Staða og bakgrunnur ungmenna af erlendum uppruna utan vinnumarkaðar og skóla. Verkefnið er unnið í samstarfi með Alþýðusambandi Íslands og Félagsvísindasviði Háskóla Íslands.

Varða hefur ráðið Öddu Guðrúnu Gylfadóttur félagsfræðing til verkefnisins. Hún mun kortleggja stöðu og bakgrunn þessa hóps með það að leiðarljósi að varpa ljósi á þær hindranir sem mæta ungmennum af erlendum uppruna í íslensku samfélagi.

Varða var stofnuð af BSRB og ASÍ haustið 2019 og er henni ætlað að efla rannsóknir á sviði vinnumarkaðar, félags- og efnahagsmála. Með því verður hægt að bæta þekkingu á lífsskilyrðum launafólks og brúa bilið á milli fræðasamfélagsins og verkalýðshreyfingarinnar. Stofnunni er ætlað að dýpa umræðuna um kaup og kjör og koma þannig með aukið fóður inn í baráttu launafólks fyrir bættri afkomu með betri lífsskilyrðum.

Nánari upplýsingar um Vörðu má finna á vef stofnunarinnar.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?