Vel heppnað málþing um auðlindir

Vel á annað hundrað manns mættu á málþing Landverndar og áhugafólks um sjálfbæra þróun um auðlindamál sem haldið var á Hótel Sögu laugardaginn 11. apríl undir yfirskriftinni Þjóðareign. Umfjöllunarefni málþingsins var nýting auðlinda Íslands, eignarhald og skipting auðlindaarðsins. Efnt var til þingsins með stuðningi ASÍ og BSRB. Fundarstjórar voru þeir Stefán Jón Hafstein og Þórarinn Eyfjörð.

Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, settir málþingið og bar saman auðlindagrunn Íslands saman við aðrar þjóðir. Hann sagði margar spurningar vakna í ljósi þess hve auðlindarík þjóðin væri. Til dæmis hvers vegna umræðan um virkjanamál fari fram á þeim forsendum að hér þurfi stöðugan vöxt raforkuframleiðslunnar til að halda velferðarsamfélaginu gangandi. Og hvers vegna meirihluti heimila safnaði skuldum eða næði varla endum saman í samfélagi sem væri svona ríkt af auðlindum. Um þessar grundvallarspurningar gætu náttúruverndarsamtök og stéttarfélög sameinast og málþingið væri vonandi upphafið að áframhaldandi samstarfi Landverndar, ASÍ og BSRB á þessu sviði.

Frekari upplýsingar um málþingið og það efni sem þar var til umfjöllunar má nálgast hér á vef Landverndar.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?