Vel heppnað þing að baki

Þingi BSRB var slitið á föstudaginn síðasta þar sem hátt í 240 félagsmenn BSRB komu saman m.a. til að vinna að stefnu bandalagsins til næstu þriggja ára. Unnið var í nokkrum málsstofum sem fjölluðu um ólík efni og vinnur skrifstofa bandalagsins nú að því að vinna úr niðurstöðum þeirra. Á næstunni verður stefna næstu þriggja ára gefin formlega út ásamt ályktunum þingsins.

BSRB vill koma á framfæri kærum þökkum til allra þingfulltrúa 44. þings bandalagsins, formönnum aðildarfélaga, starfsfólki þeirra og annarra sem komu að því að gera þingið eins vel heppnað og raun bar vitni.

Á þinginu var Elín Björg Jónsdóttir jafnframt endurkjörin formaður BSRB, Árni Stefán Jónsson var endurkjörinn 1. varaformaður og Garðar Hilmarsson var endurkjörinn 2. varaformaður. Þá var ný stjórn bandalagsins kosin til næstu þriggja ára en vegna lagabreytinga eiga nú formennirnir þrír sæti í stjórninni auk sex meðstjórnenda. Þeir sem hlutu kjör í stjórn BSRB ásamt formönnunum að þessu sinni voru Arna Jakobína Björnsdóttir Kili, Halla Reynisdóttir Póstmannafélagi Íslands, Helga Hafsteinsdóttir Starfsmannafélagi Dala- og Snæfellsnessýslu, Karl Rúnar Þórsson Starfsmannafélagi Hafnarfjarðar, Kristín Á. Guðmundsdóttir Sjúkraliðafélagi Íslands og Snorri Magnússon Landssambandi lögreglumanna.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?