Velsæld fyrir alla

Heiður Margrét Björnsdóttir, hagfræðingur BSRB fjallar um velsæld í nýjasta tímariti Sameykis.

"Til þess að tryggja velsæld samfélags þarf í fyrsta lagi að leggja áherslu á að skilgreina hvað það er sem skiptir máli, í öðru lagi að taka reglulega stöðuna á því og í þriðja lagi að bregðast við þegar frávik myndast frá þeirri stöðu. Þetta hljómar einfalt en reynist flókið í framkvæmd. Ísland stendur framarlega miðað við marga samfélagslega mælikvarða en á sama tíma verðum við að hafa metnað til að gera alltaf betur. Staðan nú er sú að gæðum er misskipt, tugir þúsunda heimila eiga erfitt með að ná endum saman, 40% tekjulægstu fjölskyldnanna eiga nánast ekki neitt, við erum ekki að ná loftslagsmarkmiðum okkar og geðheilbrigði ungs fólks hérlendis fer snarversnandi. Fögnum því sem vel er gert en gerum betur þar sem þess er þörf. "

Lesa grein.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?