Verjum réttinn til að ferðast um landið

Verja þarf viðkvæman gróður ágangi ferðamanna.

Eflaust eru margir á ferð og flugi yfir hásumarið enda sumarið frábær tími til að ferðast um Ísland, heilsa upp á vini og ættingja og skoða náttúruna. Ferðamönnum er tryggður réttur til að fara um landið í lögum um náttúrvernd, gæti þeir þess að engu sé spillt og vel gengið um.

Reynsla annarra þjóða sýnir að þessi réttur er ekki sjálfsagður og um hann þarf að standa vörð. Þó verður að ganga um landið á ábyrgan hátt, ganga vel um og spilla ekki náttúrunni. Ábyrgir ferðamenn hvar sem er í heiminum notast við einfalda þumalputtareglu: „Tökum bara ljósmyndir, skiljum aðeins fótsporin eftir og drepum ekkert annað en tímann.“

Ísland er vinsæll áfangastaður meðal erlendra ferðamanna og sjálfsagt að minna gesti okkar á þessa einföldu reglu. Mikill fjöldi ferðamanna getur haft slæm áhrif á náttúruna og mikilvægt að byggja upp aðstöðu til að draga úr álaginu sem þeir valda.

Hvatt er til uppbyggingar á ferðamannastöðum í stefnu BSRB um umhverfismál. Eðlilegt er að stjórnvöld fjármagni þá uppbyggingu að einhverju leyti á kostnað þeirra ferðamanna sem sækja landið heim.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?