Verkfall verði ekki samið fyrir 15. október

Félagar í SFR og SFLÍ hafa samþykkt verkfallsaðgerðir. Niðurstaða kosningar um verkfallsboðun var gerð opinber rétt í þessu.

Félögin hafa átt sameiginlega í viðræðum við samninganefnd ríkisins ásamt Landssambandi lögreglumanna en þau eru fjölmennustu aðildarfélögin innan BSRB sem semja við ríkið.

Kosningaþátttaka hjá SFR var tæplega 65% og af þeim sem tóku þátt samþykktu um 85% verkfallsboðunina. Hjá SLFÍ var kosningaþátttakan um 69% og þar af samþykktu 91% verkfallsaðgerðir.

Það er því ljóst að takist samningar milli ríkisins og sameiginlegrar samninganefndar SFR, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna ekki fyrir miðjan október mun koma til verkfalla hjá tveimur fyrrnefndu félögunum.

Ráðgert er að vinnustöðvanir SFR og SLFÍ muni hefjast á  miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 15.október og fyrst um sinn standa til miðnættis föstudagsins 16. október. Á nokkrum stofnunum mun vinnustöðvunin þó ekki aðeins vera tímabundnar.

 

Framkvæmd fyrirhugaðs verkfalls hjá SFR og SLFÍ:

Á eftirtöldum dögum skal vinnustöðvun ná til allra félagsmanna SFR og SLFÍ sem starfa hjá ríkinu.

Frá og með miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 15.október til miðnættis föstudagsins 16. október 2015 (2 sólarhringar).

Frá og með miðnætti aðfaranótt mánudagsins  19.október til miðnættis þriðjudaginn 20. október 2015 (2 sólarhringar).

Frá og með miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 29.október til miðnættis föstudagsins 30. október 2015 (2 sólarhringar).

Frá og með miðnætti aðfaranótt mánudagsins  2. nóvember  til miðnættis þriðjudaginn 3. nóvember 2015 (2 sólarhringar).

Frá og með miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 12. nóvember  til miðnættis föstudagsins 13. nóvember 2015 (2 sólarhringar).

 

Mánudaginn 16. nóvember 2015 hefst ótímabundin vinnustöðvun á öllum stofnunum ríkisins.

Sértækar aðgerðir SFR:

Frá og með miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 15. október 2015 hefst ótímabundin vinnustöðvun hjá eftirtöldum stofnunum:

Landspítalinn (LSH)

Ríkisskattstjóri

Sýslumaðurinn á Aursturlandi

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra                                                                                                        

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra

Sýslumaðurinn á Suðurlandi

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum

Sýslumaðurinn á Vestfjörðum

Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum

Sýslumaðurinn á Vesturlandi

Tollstjórinn

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?