Verkföll í Finnlandi

Fjöldi launafólks í Finnlandi hefur í dag lagt niður störf til að mótmæla miklum niðurskurði ríkisstjórnarinnar þar í landi. Almenningssamgöngur hafa víða legið niðri og hafnir hafa verið lokaðar svo dæmi sé tekið. Þá hefur þurft að aflýsa nokkrum flugferðum vegna verkfallsins.

Alls er talið að um 30 þúsund manns hafi safnast saman fyrir framan aðalbrautarstöðina í Helsinki þar sem stærsti einstaki mótmælafundurinn fór fram. Viðræður um nýja kjarasamninga fóru nýverið út um þúfur en ríkisstjórn Finnlands vill draga verulega úr framlögum til velferðarmála, takmarka mjög yfirvinnu og draga úr yfirvinnukaupi ásamt því gera breytingar á réttindum launafólks.

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?