Viðræðum frestað

Flest aðildarfélög BSRB hafa ákveðið í samráði við viðsemjendur sína að fresta samningaviðræðum fram í ágúst.

Á fundi samninganefndar ríkisins við Sjúkraliðafélag Íslands, Landssamband lögreglumanna og SFR-stéttarfélag í almannaþjónustu fyrir helgi var gengið frá bókun þess efnis að fresta frekari samningaviðræðum til 6. ágúst næstkomandi. Nú hafa önnur aðildarfélög BSRB sem semja við ríkið einnig gengist undir þetta samkomulag en samningar flestra félaganna hafa verið lausir frá 30 . apríl.

Jafnframt var samþykkt ákvæði á milli aðildarfélaga BSRB og Samningarnefndar ríkisins um að takist samningar milli félaganna og ríkisins fyrir 30. september muni gildistími þeirra samninga verða frá 1. maí sl.

Þá hafur sambærilegt samkomulag verið gert við Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir þau aðildarfélög BSRB sem semja við sveitarfélögin.

Félögin sem um ræðir eru:

Félag flugmálastarfsmanna ríkisins

Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi

FOSS stéttarfélag í almannaþjónustu

Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum

Félag starfsmanna stjórnarráðsins

Kjölur – stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu

Landssamband lögreglumanna

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna

SFR stéttarfélag í almannaþjónustu

Sjúkraliðafélag Íslands

Starfsmannafélag Dala og Snæfellsnessýslu

Starfsmannafélag Fjarðabyggðar

Starfsmannafélag Fjallabyggðar

Starfsmannafélag Garðabæjar

Starfsmannafélag Hafnarfjarðar

Starfsmannafélag Húsavíkur

Starfsmannafélag Kópavogs

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar

Starfsmannafélag Suðurnesja

Starfsmannafélag Vestmannaeyja

 

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?