Vinnustofur um innleiðingu jafnlaunastaðals

Við vekjum athygli á fjórum vinnustofum um innleiðingu Jafnlaunastaðals sem haldnar verða hjá Starfsmennt í lok janúar og byrjun febrúar nk.

Vinnustofurnar voru þróaðar af færustu sérfræðingum í Jafnlaunastaðlinum og er nú áætlað að halda vinnustofurnar í þriðja sinn. Lögð hefur verið áhersla á að framsetning námsefnis sé á hagnýtan og aðgengilegan hátt. Kennt er í 3-4 klukkustundir í senn.
 
Um er að ræða fjórar sjálfstæðar vinnustofur sem hægt er að taka eitt og sér eða í tímaröð.
 
Markmið er að auka færni og þekkingu þátttakenda á innleiðingu jafnlaunastaðalsins og gera hana markvissari.
 
Í vinnustofunum er staðallinn kynntur og fjallað um 1) innleiðingu hans, 2) starfaflokkun, 3) launagreiningu og 4) skjölun í samræmi við kröfur hans.
 
Vinnustofurnar eru ætlaðar forstöðumönnum, mannauðsstjórum, gæðastjórum og öðrum þeim sem ætlað er að stýra eða gegna ábyrgðarhlutverki við innleiðingu jafnlaunastaðalsins.

Vinnustofurnar henta einnig þeim sem eru að íhuga að innleiða jafnlaunastaðalinn eða vilja kynna sér efni hans frekar og umfang innleiðingar.

Nánari upplýsingar og skráning á vef Starfsmenntar.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?