Yfirgnæfandi meirihluti samþykkir verkfallsboðun

Yfirgnæfandi meirihluti félaga í aðildarfélögum BSRB greiddi atkvæði með verkfallsboðun. Góð þátttaka var í öllum sveitarfélögum.

Í Kópavogi samþykktu 91,83% verkfallsboðun.
Í Garðabæ samþykktu 97,26% verkfallsboðun.
Á Seltjarnanesi samþykktu 100% verkfallsboðun.
Í Mosfellsbæ samþykktu 96,83% verkfallsboðun.
Í Hafnafirði samþykktu 95,36% verkfallsboðun
Í Reykjanesbæ samþykktu 97,97% verkfallsboðun
Í Árborg samþykktu 87,69% verkfallsboðun
Í Ölfus samþykktu 90,91% verkfallsboðun
Í Hveragerði samþykktu 91,55% verkfallsboðun
Í Vestmannaeyjum var atkvæðagreiðslan tvíþætt og samþykktu 100% verkfallsboðun í báðum
Í Skagafirði samþykktu 100% verkfallsboðun.
Í Borgarbyggð samþykktu 85,71% verkfallsboðun.
í Stykkishólmi samþykktu 86,67%% verkfallsboðun.
Í Grundarfirði samþykktu 100% verkfallsboðun.
Í Snæfellsbæ samþykktu 100% verkfallsboðun

„Félagsfólk okkar virðist hafa verið löngu tilbúið í verkföll, fólk ætlar ekki að láta þetta misrétti yfir sig ganga ofan á allt og er tilbúið til að leggja niður störf til að knýja fram réttláta niðurstöðu“ sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, um kosningarnar. „Sveitarfélögin hafa þó enn tækifæri til að sjá að sér og koma til móts við starfsfólk sitt en hingað til hefur samningsviljinn verið enginn,“ sagði Sonja.

Hvenær verða verkföllin?
Starfsfólk Kópavogs, Mosfellsbæjar, Garðabæjar og Seltjarnarness mun hefja verkfallsaðgerðir 15. og 16. maí. Starfsfólk Hafnafjarðar, Ölfus, Reykjanesbæjar, Árborgar, Hveragerðis og Vestmanneyja mun bætast í hópinn í vikunni á eftir, og starfsfólk Skagafjarðar, Borgarbyggðar, Stykkishólms, Grundarfjarðar, Snæfellsbæjar, Dalvíkurbyggðar, Fjallabyggðar, Fjarðarbyggðar og Vesturbyggðar í kjölfarið, og eru verkföll fyrirhuguð 22., 23., 24. 25. og 26. maí, 5,. 6., 7., 8., og 9. júní í átján sveitarfélögum. Náist ekki að semja fyrir þann tíma verða frekari atkvæðagreiðslur boðaðar hjá félögunum og þá verða fleiri hópar undir.

Hvaða störf verða lögð niður?
Starfsfólk leikskóla, grunnskóla, skólamötuneyta, frístundar, hafna, sundlauga og íþróttamannvirkja mun leggja niður störf en það er misjafnt eftir sveitarfélögum.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?