Yfirlýsing SFR, SLFÍ og LL

Formenn SFR, SLFÍ og LL hittu ásamt fjölda félagsmanna Sigmun Davíð forsætisráðherra nú í morgun í stjórnarráðinu í upphafi ríkisstjórnarfundar. Þar afhentu þau ráðherra yfirlýsingu frá félögunum þar sem stjórnvöld voru hvatt til þess að semja áður en verkfall þúsunda ríkisstarfsmanna skellur á.

Yfirlýsing SFR, SLFÍ og LL:

Félagsmenn SFR, SLFÍ og LL krefjast þess að stjórnvöld taki ábyrgð á þeirri stöðu og staðreynd að fleiri þúsund starfsmenn ríkisins eru á leið í verkfall með mjög alvarlegum afleiðingum fyrir samfélagið allt!

Körfur okkar eru sanngjarnar og skýrar! Að við fáum sambærilegar kjarabætur og aðrir ríkisstarfsmenn! Að okkur verði sýnd sú lágmarks virðing að  hafa sjálfstæðan samningsrétt. Við sættum okkur ekki við virðingarleysi stjórnvalda  sem birtist í þeirri ákvörðun að leggja enn og aftur á borð, tilboð sem margsinnis hefur verið hafnað. 

Forsætisráðherra, ríkisstjórn. Það er enn tími!

Það er grundvallaratriði að við fáum réttlátar leiðréttingar á kjörum okkar til samræmis við aðrar stéttir hjá ríkinu, öllu öðru verður hafnað.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?