Aðferðir gerenda kynbundins og kynferðislegs ofbeldis á vinnustöðum

Heildarsamtök launafólks héldu vinnustofu fyrir starfsfólk samtakanna, aðildarfélaga og VIRK endurhæfingarsjóðs. Vinnustofan var leidd af Söra Hassan, sem er einn af höfundum bókarinnar „Það er ekkert svo grátt“. Umfjöllunarefnið var aðferðir gerenda í kynbundu og kynferðislegu ofbeldi á vinnustöðum.

Sara er búsett í Vín og er þekktur fyrirlesari og rithöfundur sem hefur unnið um árabil við ráðgjöf í samskiptum í Brussel, meðal annars á Evrópuþinginu. Sara kom hingað til lands á vegum verkalýðshreyfingarinnar.

Á vinnustofunni voru þátttakendur þjálfaðir í að bera kennsl á og bregðast við kynbundinni og kynferðislegri áreitni á vinnustöðum. Hán byggir kennslu sína á fyrrnefndri bók „Það er ekkert svo grátt“ þar sem hið svokallaða „gráa svæði“ kynferðislegrar áreitni er afbyggt með því að veita lesendum hagnýt verkfæri til að bera kennsl á, afhjúpa og bregðast við áreitni. Í vinnslu er samantekt á vinnustofunni sem gefin verður út.

Vinnustofan var hluti af samstarfsverkefni heildarsamtaka launafólks og VIRK um að auka þekkingu og bæta móttöku þolenda kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni og ofbeldis á vinnustöðum. Það snýr bæði að andlegum stuðningi og ráðgjöf varðandi lagaleg og kjarasamningsbundin atriði. Því hefur verið fylgt eftir með fræðslu og vinnustofum.

Virk heldur úti sérstökum stuðningi fyrir þolendur kynbundinnar og kynferðislegrar áreitni á vinnustöðum. Allar nánari upplýsingar um það má finna á vefsíðu VIRK

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?