BSRB auglýsir nýja stöðu: Sérfræðingur í stefnumótun og greiningu

BSRB leitar að metnaðarfullum og öflugum einstaklingi á sviði greininga og stefnumótunar til að taka þátt í spennandi og krefjandi verkefnum á skrifstofu heildarsamtakanna. Um er að ræða nýja stöðu á skrifstofu BSRB.

Sérfræðingur í stefnumótun og greiningu tekur þátt í og ber ábyrgð á greiningum á opinberri þjónustu, opinberum fjármálum og starfskjörum starfsfólks í almannaþjónustu, og safnar saman upplýsingum um vinnumarkaðinn og tryggir gott aðgengi að þeim. Starfið byggir þannig undir stefnumótun heildarsamtakanna.

Verkefnin eru á fjölbreyttu sviði samkvæmt stefnu BSRB, t.d. efnahags-, skatta-, kjara-, heilbrigðis-, lífeyris- og húsnæðismál. Viðkomandi vinnur náið með hagfræðingi BSRB og öðru starfsfólki bandalagsins.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Greining á opinberri þjónustu, útvistun verkefna og opinberum fjármálum
  • Stefnumótun í samvinnu við formannaráð og stjórn BSRB auk annarra sérfræðinga bandalagsins
  • Samskipti við stjórnvöld og aðila vinnumarkaðarins í samráði við formann og framkvæmdastjóra
  • Seta í ýmsum nefndum og ráðum samkvæmt ákvörðun stjórnar BSRB

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi. Framhaldsmenntun er æskileg
  • Reynsla af greiningum og stefnumótun
  • Hæfni og reynsla í framsetningu tölulegra og skriflegra gagna
  • Rík samskiptafærni, skipulagshæfileikar og gagnrýnin hugsun
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti

 

Hvers vegna BSRB?

  • Tækifæri til að hafa áhrif á framkvæmd stefnu og þróun heildarsamtakanna

  • Samstarf í framsýnu umhverfi þar sem fagmennska og samfélagsleg ábyrgð fara saman

  • Áskorun og fjölbreytileiki – verkefni sem skipta máli fyrir lífsgæði þúsunda félagsmanna

 

Um BSRB

BSRB eru stærstu samtök opinberra starfsmanna á Íslandi. Aðildarfélög BSRB eru 19 talsins og fjöldi félagsmanna um 25.000. Hjá bandalaginu starfa 10 manns. Hlutverk BSRB er m.a. að þjónusta aðildarfélög bandalagsins og gæta hagsmuna þeirra og félagsmanna þeirra gagnvart atvinnurekendum og stjórnvöldum, auk þess að stuðla að bættu velferðarsamfélagi.

 

Umsóknarfrestur og umsókn

Umsóknarfrestur er til og með 2. desember nk.

SÆKJA UM


Umsókn skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf, þar sem greint er frá þekkingu, reynslu og hæfni sem nýtist til að sinna starfinu í samræmi við hæfniskröfur.

Umsjón með umsóknum hafa Auður Bjarnadóttir (audur@vinnvinn.is) og Garðar Óli Ágústsson (gardar@vinnvinn.is).

Við hvetjum öll áhugasöm til að sækja um, óháð kyni og uppruna.