Frestur til að sækja um starf hjá Vörðu að renna út

Leitað er að framkvæmdastjóra fyrir nýja rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins.

Frestur til að sækja um starf hjá framkvæmdastjóra hjá Vörðu – rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins rennur út miðvikudaginn 15. janúar næstkomandi. Leitað er að öflugum starfskrafti til að stýra og móta starf þessarar nýju stofnunar sem BSRB og ASÍ stofnuðu seint á síðasta ári.

Starfsmaður Vörðu mun fá það hlutverk að leggja drög að og stýra rannsóknarverkefnum á sviði vinnumarkaðsmála og leiða saman fólk til þekkingaröflunar um málefni sem varða launafólk. Þá verður hlutverk starfsmannsins að miðla þekkingu um stöðu launafólks og velferð almennings og taka þátt í alþjóðasamstarfi fyrir hönd stofnunarinnar.

Nánari upplýsingar um hæfniskröfur, starfssvið og hvernig sækja má um starfið má finna í meðfylgjandi auglýsingu. Öllum umsóknum verður svarað og er fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um starfið.

Auglýsing um starf framkvæmdastjóra Vörðu – rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?