Hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla við hús BSRB

Hægt er að hlaða rafmagnsbíla og tengitvinnbíla við húsnæði BSRB án endurgjalds.

Gestir sem eiga erindi í húsnæði BSRB við Grettisgötu 89 og eru á rafmagnsbíl eða tengitvinnbíl geta nýtt sér hleðslustöðvar sem Reykjavíkurborg hefur sett upp fyrir framan húsið. Alls er hægt að hlaða fjóra bíla í einu í stæðunum við hleðslustöðvarnar.

Það er því tilvalið fyrir þá sem eru á umhverfisvænum bílum og eiga erindi við bandalagið, styrktarsjóð BSRB eða þau aðildarfélög sem eru í húsinu að nýta tækifærið og hlaða bílinn á meðan erindum í húsinu og nágrenni er sinnt.

Enn sem komið er kostar ekkert að nota hleðslustöðvarnar en greiða verður fyrir bílastæði eins og venjulega. Umhverfisvæn ökutæki sem eru með klukku á framrúðunni geta þó fengið fyrstu 90 mínúturnar án endurgjalds. Stöðvarnar eru ekki hraðhleðslustöðvar en þær hlaða þó bíla um tvöfalt hraðar en þegar notast er við venjulegar innstungur. Það má því gera ráð fyrir að um þrjár klukkustundir taki að fullhlaða rafmagnsbíl, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg.

Reykjavíkurborg hefur sett upp sambærilegar hleðslustöðvar víða í miðborginni, til dæmis í bílastæðahús við Vesturgötu og Traðarkoti, í Stjörnuporti, á Vitatorgi og víðar.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?