Morgunverðarfundur um Bjarg íbúðafélag

Fjallað verður um stöðu og framtíðarhorfur Bjargs íbúðafélags á morgunverðarfundi BSRB 13. september.

BSRB býður félagsmenn og aðra áhugasama velkomna á morgunverðarfund milli klukkan 8 og 9 miðvikudaginn 13. september í húsnæði bandalagsins við Grettisgötu 89.

Á fundinum verður fjallað um Bjarg íbúðafélag, hver staða félagsins er í dag og framtíðarsýnina.

  • Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs íbúðafélags mun opna fundinn með erindi um verkefni félagsins og framtíðarsýn.
  • Arkitekt frá THG arkitektum mun fjalla um útlit og hönnun íbúða fyrir Bjarg.

Boðið verður upp á léttan morgunverð fyrir fundargesti. Fundurinn er opinn öllum á meðan húsrúm leyfir og er aðgangur að sjálfsögðu ókeypis.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?