Styrktarsjóður BSRB hefur fengið nýtt nafn og heitir nú Styrktarsjóðurinn Klettur.
Nafnabreytingin er afrakstur kosningar meðal félagsmanna sem fór fram í maí síðastliðnum, þar sem nafnið Klettur hlaut afgerandi stuðning. Nafnabreytingin endurspeglar áframhaldandi hlutverk og gildi sjóðsins, en með sjálfstæðara og skýrara auðkenni. Starfsemi sjóðsins helst óbreytt að öðru leyti.
Sjóðurinn hefur einnig fengið nýja heimasíðu.
Að Styrktarsjóðnum Kletti standa eftirfarandi aðildarfélög BSRB:
Félag flugmálastarfsmanna ríkisins
Félag íslenskra flugumferðastjóra
Félag starfsmanna stjórnarráðsins
FOSS
Sjúkraliðafélag Íslands
Kjölur
Starfsmannafélag Garðabæjar
Starfsmannafélag Vestmannaeyja
Starfsmannafélag Húsavíkur
Starfsmannafélag Hafnarfjarðar
Starfsmannafélag Mosfellsbæjar
Starfsmannafélag Kópavogs
Starfsmannafélag Suðurnesja
Tollvarðafélag Íslands