BSRB óskar eftir að ráða skrifstofufulltrúa og fjármálastjóra til starfa í fjölbreytt störf sem reyna á frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð í áhugaverðum verkefnum í hringiðu bandalagsins.
Umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir áhuga á starfsemi BSRB og hvernig umsækjandi uppfylli hæfniskröfur starfsins.
Sótt er um starf fjármálastjóra hér . Umsóknarfrestur er til og með 23. júní 2025.
Sótt er um starf skrifstofufulltrúa hér. Umsóknarfrestur er til og með 29. júní 2025.
Fjármálastjóri
BSRB leitar að metnaðarfullum og öflugum einstaklingi á sviði fjármála og rekstrar til að taka þátt í spennandi og krefjandi verkefnum á skrifstofu félagsins.
Viðkomandi ber ábyrgð á fjármálum og fjárstýringu fjármuna BSRB og tengdra aðila, fjárhagsáætlunum, eftirliti, samningagerð auk þess að stuðla að rekstur BSRB, sjóða bandalagsins og tengdra aðila sé skilvirkur. Viðkomandi hefur umsjón með gerð þjónustusamninga, ber ábyrgð á upplýsingatæknimálum og hefur umsjón með gerð fjármálaferla.
Um er að ræða tækifæri til að móta stefnu og verklag í fjármálum og rekstri innan stærstu samtaka opinberra starfsmanna á Íslandi. Viðkomandi vinnur náið með næsta yfirmanni sem er framkvæmdastjóri BSRB og öðru starfsfólki bandalagsins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Fjármálum og fjárstýring fjármuna BSRB og tengdra aðila.
- Gerð fjárhagsáætlana, eftirlit með gerðum samningum fjárhagslegs eðlis og framkvæmd þeirra.
- Ábyrgð á upplýsingatæknimálum, þjónustusamningum og samskiptum við þjónustuaðila.
- Umsjón með innkaupum.
- Umsjón með umbótaverkefnum og endurhönnun fjármálaferla.
- Önnur tilfallandi verkefni í samráði við framkvæmdastjóra.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf á sviði viðskipta, fjármála, endurskoðunar eða rekstrar. Framhaldsmenntun er æskileg
- Reynsla af fjármálum, rekstri, reikningshaldi og áætlanagerð.
- Hæfni og reynsla í greiningu og framsetningu tölulegra gagna.
- Reynsla af samningagerð er kostur.
- Þekking og reynsla af notkun stafrænna lausna
- Rík samskiptafærni, skipulagshæfileikar og gagnrýnin hugsun.
- Reynsla af félaga- og bókhaldskerfi DK er kostur.
- Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.
Hvers vegna BSRB?
- Tækifæri til að hafa áhrif á stefnu og þróun rekstrar.
- Samstarf í framsýnu umhverfi þar sem fagmennska og samfélagsleg ábyrgð fara saman.
- Áskorun og fjölbreytileiki – þú munt fást við verkefni sem skipta máli fyrir þúsundir félagsmanna.
Um BSRB
BSRB eru stærstu samtök opinberra starfsmanna á Íslandi. Aðildarfélög BSRB eru 19 talsins og fjöldi félagsmanna um 25.000. Hjá bandalaginu starfa 10 manns. Hlutverk BSRB er m.a. að þjónusta aðildarfélög bandalagsins og gæta hagsmuna þeirra og félagsmanna þeirra gagnvart atvinnurekendum og stjórnvöldum. Þá er það hlutverk bandalagsins að stuðla að bættu velferðarsamfélagi.
Við hvetjum öll áhugasöm til að sækja um, óháð kyni og uppruna.
Umsóknarfrestur er til og með 23. júní 2025.
Umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir áhuga á starfsemi BSRB og hvernig umsækjandi uppfylli hæfniskröfur starfsins.
Umsjón með umsóknum hafa Auður Bjarnadóttir (audur@vinnvinn.is) og Garðar Óli Ágústsson (gardar@vinnvinn.is).
Skrifstofustarf
BSRB leitar að öflugum og þjónustuliprum einstaklingi til að sinna fjölbreyttum og krefjandi verkefnum í hringiðu starfsemi bandalagsins.
Ef þú hefur gaman af skipulagi, samskiptum og fjölbreyttum verkefnum, gæti þetta verið rétta tækifærið fyrir þig.
Sem skrifstofufulltrúi BSRB verður þú mikilvægur hlekkur í daglegum rekstri skrifstofunnar og þjónustu við bæði starfsfólk og gesti. Starfið er fjölbreytt, gefandi og krefst bæði nákvæmni og lipurleika í samskiptum. Tækifæri til eflast og þróast í starfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ritun fundargerða stjórnar BSRB.
- Skipulag og bókun funda.
- Greiðsla reikninga.
- Umsjón með netfangalistum og rafrænum undirritunum.
- Skráning og frágangur mála í skjalavistunarkerfi.
- Umsjónum með innkaupum fyrir skrifstofu.
- Móttaka gesta, símsvörun og almenn skrifstofuþjónusta.
- Önnur tilfallandi verkefni í samráði við yfirmann.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Stúdentspróf.
- Reynsla af sambærilegum verkefnum, sem nýtist i starfinu.
- Frumkvæði og metnaður og ögun í vinnubrögðum.
- Rík þjónustulund og áhugi á að starfa í þjónustuhlutverki.
- Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni.
- Reynsla af málaskráningu í skjalavistunarkerfi.
- Mjög góð tölvufærni og færni til að tileinka sér tækninýjungar.
- Góð íslensku- og enskukunnátta i ræðu og riti.
Hvers vegna BSRB?
- Skemmtilegt, samstarfs- og þjónustuumhverfi.
- Tækifæri til að vaxa í starfi og takast á við ný verkefni.
- Traust og vel skipulagt starfsumhverfi þar sem samfélagsleg ábyrgð og jafnræði skipta máli.
Um BSRB
BSRB eru stærstu samtök opinberra starfsmanna á Íslandi. Aðildarfélög BSRB eru 19 talsins og fjöldi félagsmanna rúmlega 25.000. Hjá bandalaginu starfa 10 manns. Hlutverk BSRB er m.a. að þjónusta aðildarfélög bandalagsins og gæta hagsmuna þeirra og félagsmanna þeirra gagnvart atvinnurekendum og stjórnvöldum. Þá er það hlutverk bandalagsins að stuðla að bættu velferðarsamfélagi.
Við hvetjum öll áhugasöm til að sækja um, óháð kyni og uppruna.
Um er að ræða 75-100% starf.
Umsóknarfrestur er til og með 29. júní 2025.
Umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir áhuga á starfsemi BSRB og hvernig umsækjandi uppfylli hæfniskröfur starfsins.
Umsjón með umsóknum hafa Auður Bjarnadóttir (audur@vinnvinn.is) og Garðar Óli Ágústsson (gardar@vinnvinn.is).