Ályktun aðalfundar BSRB um dagvistunarmál

Aðalfundur BSRB kallar eftir því að ríki og sveitarfélög brúi þegar í stað bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunarúrræða sveitarfélaga. Það er óásættanlegt að foreldrar, þurfi að bíða í óvissu tekjulausir þar sem engin úrræði eru til staðar. Almennt eru það mæður sem bera ábyrgðina af því að brúa bilið sem stuðlar að misrétti kynjanna á vinnumarkaði. Lögfesta þarf rétt barna til dagvistunar að loknu fæðingarorlofi samhliða lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði, hækkun hámarksgreiðslna og að greiðslur upp að 300.000 kr. verði ekki skertar.

Reykjavík, 24. maí 2018

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?