Ályktun aðalfundar BSRB um félagslegan stöðugleika

Aðalfundur BSRB hvetur stjórnvöld til þess að horfa til félagslegs stöðugleika ekki síður en þess efnahagslega til að stuðla að stöðugleika í íslensku samfélagi. Nauðsynlegt er að forgangsraða í þágu uppbyggingar í velferðarkerfinu. Markmiðið verður að vera að auka jöfnuð í samfélaginu og færa það nær norrænu velferðarsamfélagi.

Hluti af því er að stjórnvöld falli frá áformum um frekari skattalækkanir nú þegar uppsveifla er í efnahagslífinu. Frekar ætti að auka tekjur ríkisins svo hægt verði að standa undir nauðsynlegum útgjöldum í velferðarkerfið, sem hefur verið skaðað verulega með niðurskurði undanfarinna ára.

Reykjavík, 17. maí 2017

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?