Ályktun aðalfundar BSRB um félagslegan stöðugleika

Aðalfundur BSRB fagnar uppbyggilegu samtali aðila vinnumarkaðarins við stjórnvöld undanfarna mánuði og minnir á mikilvægi þess að samtalið leiði af sér raunverulegar breytingar fyrir launafólk. Samtalið verður að leiða til þess að efnahagslegur stöðugleiki kallist á við félagslegan stöðugleika með uppbyggingu á samfélagi með jöfnuðinn að leiðarljósi.

Reykjavík, 24. maí 2018

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?