Ályktun aðalfundar BSRB um fimm ára fjármálaáætlun stjórnvalda

Aðalfundur BSRB telur það mikil vonbrigði að stjórnvöld ætli sér ekki að forgangsraða fjármunum út frá velferðarsjónarmiðum í ríkisfjármálaáætlun til næstu fimm ára. Engin merki sjást um það í áætluninni að stjórnvöld ætli sér að tryggja bæði félagslegan og efnahagslegan stöðugleika á því tímabili sem áætlunin nær til.

Fundurinn skorar á stjórnvöld að endurskoða áherslur sínar og leggja fram aukið fjármagn í uppbyggingu velferðarkerfisins, sem hefur verið laskað með ótæpilegum niðurskurði síðustu ára. Í áætluninni er til dæmis ekki gert ráð fyrir því að álögur á sjúklinga verði lækkaðar með auknum framlögum úr sameiginlegum sjóðum.

Reykjavík, 26. maí 2016

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?