Ályktun aðalfundar BSRB um kjarasamninga

Aðalfundur BSRB leggur áherslu á að samið verði um bætt starfsumhverfi opinberra starfsmanna í þeim kjarasamningsviðræðum sem nú eru í gangi. Bregðast verður hratt við aukinni tíðni veikinda vegna langvarandi streitu og kulnunar sem hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir einstaklinga og gríðarlegan kostnað fyrir samfélagið.

Meðal aðgerða sem mun bæta starfsumhverfið er stytting vinnuvikunnar. Niðurstöður tilraunaverkefna sýna fram á ótvíræðan ávinning bæði fyrir starfsfólk og vinnustaði. Aðalfundur BSRB telur ekki eftir neinu að bíða og að stytta eigi vinnuvikuna með skýrum hætti í kjarasamningum við ríki og sveitarfélög. Sérstaklega er brýnt að stytta vinnuviku vaktavinnufólks enda ljóst að álagið sem fylgir vaktavinnu hefur afar slæm áhrif á heilsu starfsfólksins.

Reykjavík, 10. maí 2019

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?