Ályktun aðalfundar BSRB um lífeyrismál

Aðalfundur BSRB krefst þess að stjórnvöld standi að fullu við samkomulag um breytta skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna sem undirritað var þann 19. september 2016. Lög sem Alþingi setti fyrir áramót voru ekki í samræmi við skýrt orðalag samkomulagsins um að réttindi sjóðfélaga í A-deildum LSR og Brúar yrðu jafn verðmæt fyrir og eftir breytingarnar.

Í lögunum er hin óbeina bakábyrgð launagreiðenda á skuldbindingum sjóðfélaga undir 60 ára aldri afnumin án bóta. Það er skýr krafa aðalfundarins að staðið verði við samkomulagið og lögum breytt til að viðhalda óbeinu bakábyrgðinni fyrir þennan hóp eða bæta honum ella afnám hennar.

Reykjavík, 17. maí 2017

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?