Ályktun aðalfundar BSRB um styttingu vinnuvikunnar

Aðalfundur BSRB fagnar þeim tilraunaverkefnum um styttingu vinnuvikunnar sem ríkið og Reykjavíkurborg hafa staðið fyrir ásamt BSRB. Niðurstöður úr verkefnunum sýna gagnkvæman ávinning launafólks og atvinnurekenda af því að stytta vinnutíma starfsmanna. Fleiri vinnustaðir hafa stytt vinnuvikuna utan við tilraunaverkefnin og eru framkomnar niðurstöður einnig jákvæðar. Aðrir atvinnurekendur eru hvattir til að gera tilraunir þar um í þeim tilgangi að auka sveigjanleika milli atvinnu- og einkalífs og auka starfsánægju starfsfólks. Fundurinn krefst þess að vaktavinnuhópar séu hluti af tilraunaverkefnum sem þessum enda þörfin fyrir styttingu vinnutíma afar brýn hjá vaktavinnufólki vegna neikvæðra afleiðinga þess vinnutímafyrirkomulags.

Reykjavík, 24. maí 2018

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?