Ályktun stjórnar BSRB um einkavæðingu öldrunarþjónustu

Stjórn BSRB hafnar frekari einkavæðingu á hjúkrunarheimilum og kallar eftir því að samningur við einkaaðila um rekstur Öldrunarheimila Akureyrar verði endurskoðaður. Frekari einkavæðing í heilbrigðiskerfinu gengur þvert á vilja þjóðarinnar enda vill mikill meirihluti hennar að heilbrigðisþjónustan sé á hendi hins opinbera.

Stjórnin bendir jafnframt á að Akureyrarbær tapaði um 400 milljónum króna á ári á rekstri hjúkrunarheimila og útilokað að einkaaðili vilji taka við rekstrinum með þeim formerkjum og án þess breyting verði á þjónustu. Því er ljóst að annað hvort stendur til að fara í verulegan niðurskurð á þjónustu við íbúa hjúkrunarheimilanna og/eða skerða kjör og starfsskilyrði starfsfólks. Hvorug leiðin kemur til greina að mati stjórnar BSRB.

Reykjavík, 20. apríl 2021

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?