Trúnaðarmannafræðsla - haust 2025

Fjöldi námskeiða eru í boði fyrir trúnaðarmenn aðildarfélaga BSRB í haust. Þetta eru ýmist:

    • Staðnámskeið
    • Fjarnámskeið sem kennd eru í gegnum zoom og
    • Vefnámskeið sem byggjast á upptökum

Trúnaðarmannanámskeið BSRB og aðildarfélaga eru skipulögð af Félagsmálaskóla alþýðu og þarf að skrá sig á hvert námskeið. Það er gert í gegnum hlekk sem er við hvert námskeið hér að neðan. Hægt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkum. Í dálkinn „greiðandi“ þarf að setja kennitölu síns stéttarfélags. Þú finnur kennitölu þíns félags neðst á heimasíðu félagsins.

Þegar vöxtur er eini valkosturinn  |  16. september 2025  |  13:00 - 15:00 

Fjarfræðsla

Í fræðsluerindinu munu Guðfinna og Ingibjörg frá Starfsmennt veita trúnaðarmönnum betri innsýn í mikilvægi stöðugrar hæfnieflingar og að auka þekkingu og skilning á þeim tækifærum sem félagsfólki BSRB býðst á vettvangi Starfsmenntar.

Fjallað verður um ábyrgð bæði vinnustaða og starfsfólks á að efla hæfni og þekkingu. Einnig verður farið yfir hvernig trúnaðarmenn geta stutt við og hvatt til markvissrar og stefnumiðaðrar símenntunar á sínum vinnustað - meðal annarsmeð því að þekkja þær leiðir sem standa til boða í gegnum Starfsmennt.

Helstu efnisþættir erindisins eru:

  • Símenntun, starfsþróun og hæfniefling
  • Ábyrgð vinnustaðar og ábyrgð starfsmanns
  • Hlutverk trúnaðarmanns í að hvetja til þekkingar- og færniaukningar
  • Stefnumiðuð/markviss hæfniþróun á vinnustað
  • Mögulegar leiðir til hæfniþróunar á vinnustað
  • Möguleikar til náms og þróunar hjá Starfsmennt

Kennarar: Guðfinna Harðardóttir og Ingibjörg Hanna Björnsdóttir frá Starfsmennt

Skráningu lýkur 15. september kl. 12:00

SKRÁNING

Trúnaðarmaðurinn, starf hans og staða  |  25. september 2025  |  9:00 - 14:00

Grettisgata 89 – salur á 1. hæð

Hvaða þekkingu þarf trúnaðarmaður að hafa og hvar getur hann leitað sér upplýsinga um túlkanir á gildandi kjarasamningum og vinnurétti?Megináherslan í þessu námskeiði er lögð á hlutverk og starf trúnaðarmannsins samkvæmt gildandi lögum og kjarasamningum. Einnig er farið yfir meðhöndlun umkvartana samstarfsfólks og hvað ber að hafa í huga við úrvinnslu þeirra.

Nemendur þurfa að koma með fartölvu, ipad eða símatil að nota á námskeiðinu.

Kennari: Sigurlaug Gröndal hjá Félagsmálaskóla alþýðu

Skráningu lýkur 17. september kl. 16:00

SKRÁNING

Vaktavinna á opinberum vinnumarkaði  |  2. október  |  10:00 - 11:30

Fjarnámskeið

Námskeiðið fjallar um vinnutíma og fyrirkomulag vaktavinnu á opinberum markaði. Námskeiðið er ætlað trúnaðarmönnum og þeim starfsmönnum innan aðildarfélaga innan BSRB og ASÍ sem starfa í vaktavinnu hjá ríki, sveitarfélögum og stofnunum sem eru aðilar að Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu.

Kennari: Dagný Aradóttir Pind lögfræðingur BSRB

Skráningu lýkur 1. október kl. 12:00

SKRÁNING

Þjóðfélagið og vinnumarkaðurinn  |  7. október  |  9:00 – 12:00

Fjarnámskeið

Á námskeiðinu verður rýnt í hugtökin þjóðfélag og samfélag og önnur tengd hugtök. Fjallað verður um mikilvægi þess að vera virkur þátttakandi í lýðræðislegu samfélagi sem byggirþátttöku almennings.

Einnig verður farið yfir skipulag stjórnkerfisins á Íslandi, hlutverk og uppbyggingustéttarfélaga og hagsmunasamtaka bæði launafólks og atvinnurekenda.Uppbygging vinnumarkaðarins verður tekin fyrir, þar á meðal samningaviðræður og mikilvægi kjarasamninga.

Í lok námskeiðsinsverður farið yfir tölulegar upplýsingar tengdar vinnumarkaðnum, svo sem þróun launa, framtíðarspár starfa og mannfjöldaspár.

Kennari: Sigurlaug Gröndal, leiðbeinandi hjá Félagsmálaskóla alþýðu

Skráningu lýkur 6. október kl. 12:00

SKRÁNING

Samskipti á vinnustað  |  14. október  |  9:00 – 12:00

Fjarnámskeið

Á námskeiðinu er fjallað um hvað felst í góðum samskiptum á vinnustað, hvers vegna þau skipta máli og hvernig stuðla megi að jákvæðum samskiptum. Skoðuð eru mismunandi hegðunarmynstur og framkoma, og áhrif þess á bæði einstaklinga og starfsumhverfið. Nemendur kynnast afleiðingum langvarandi slæmra samskipta og eineltis á vinnustað, auk þess sem farið er yfir hvernig bregðast megi við slíkum aðstæðum og hver ábyrgð gerenda, stjórnenda og atvinnurekenda er í því samhengi.

Kennari: Sigurlaug Gröndal, leiðbeinandi hjá Félagsmálaskóla alþýðu

Skráningu lýkur 13. október kl. 12:00

SKRÁNING

Vinnueftirlit – vinnuvernd  |  28. október  |  9:00 – 12:00

Fjarnámskeið

Á þessu námskeiði er megináhersla lögð á hlutverk Vinnueftirlitsins og vinnuvernd á vinnustöðumútfrá lögum. Fjallað verður meðal annars um eftirlit á vinnustöðum, ábyrgð á heilnæmu og öruggu vinnuumhverfi og hvað felist í hugtökunum öryggi og hollustuhættir á vinnustað.

Hlutverk öryggistrúnaðarmanna, öryggisvarða og öryggisnefnda verður skoðað og hvernig kosning og val þessara aðila fer fram.

Kennari: Sigurlaug Gröndal, leiðbeinandi hjá Félagsmálaskóla alþýðu

Skráningu lýkur 27. október kl. 12:00

SKRÁNING

Vinnuréttur  |  5. nóvember  |  9:00 - 12:00

Fjarnámskeið

Á þessu námskeiði er megináhersla lögð á lög um vinnurétt, hvernig þau styðja kjarasamninga og hvernig íslenskur vinnumarkaður er upp byggður. Lögð er áhersla á rétt launafólks t.d. til fæðingarorlofs og atvinnuleysistrygginga. Einnig er farið í ýmis önnur réttindi í lögum og reglugerðum sem íslenskur vinnumarkaður byggir á.

Kennari: Hrannar Már Gunnarsson lögfræðingur BSRB.

Skráningu líkur 4. nóvember

SKRÁNING

Sjálfsefling trúnaðarmanna  |  19. nóvember  |  9:00 - 12:30

Grettisgata 89 – salur á 1. hæð

Starf trúnaðarmanns getur verið krefjandi og tekið á. Mikilvægt er fyrirtrúnaðarmennað hafa styrk til að standi með eigin sannfæringu. Þetta námskeið í sjálfeflingu er hannað til að styðja trúnaðarmenn í hlutverki sínu. Lögð er áhersla á að þátttakendur læri að þekkja eigin styrkleika og veikleika, setja sér markmið og fylgja þeim eftir. Einnig er fjallað um hvernig takast megi á við áskoranir og hindranir á uppbyggilegan hátt í starfitrúnaðarmanns

Kennari: Sigurlaug Gröndal hjá Félagsmálaskóla alþýðu

Skráningu lýkur þriðjudaginn 11. nóvember kl. 16:00

SKRÁNING

Að koma máli sínu á framfæri  |  11. nóvember  |  9:00 - 12:00

Fjarnámskeið

Á námskeiðinu er lögð áhersla á undirbúning framsögu og umræðu á vinnustaða- og félagsfundum. Farið er í helstu atriði sem hafa þarf í huga til að ná athygli áheyrenda og koma máli okkar á framfæriskýrt og greinilega.

Megináhersla er lögð á framsögn og framkomuhvort sem erúr ræðustóli, á fundumeða öðrum samkomum. Einnig er fjallað umundirbúning og uppbyggingu ræðu ásamt því að kynna einkenni og tilgang ýmissa ræðuforma.

Að lokum er farið í helstu atriði sem hafa þarf í huga við undirbúning funda.

Kennari: Sigurlaug Gröndal hjá Félagsmálaskóla alþýðu

Skráningu lýkur 10. nóvember kl. 12:00.

SKRÁNING

Samningatækni 18. nóvember  |  9:00 - 12:00

Fjarnámskeið

Á námskeiðinu er lögð áhersla á eðli og markmið samninga og hvernig meta má stöðu sína til að ná samkomulagi við stjórnendur á vinnustað.Fjallað er um hvernig bregðast má við deilum og vinna sigað samkomulag. 

Megináhersla er lögð á grunnatriði samningatækni og notkun hennar í daglegu starfi við úrlausn mála. 

Einnig er unnið með markmiðasetningu,greiningar, mikilvægi samningsumboðs og hvernig innri og ytri aðstæður geta haft áhrif á samningsstöðu. 

Kennari: Sigurlaug Gröndal hjá Félagsmálaskóla alþýðu

Skráningu lýkur 17. nóvember kl. 12:00

SKRÁNING

Almanntryggingar og lífeyrissjóðir  |  25. nóvember  |  9:00 - 12:00 

Fjarnámskeið

Á námskeiðinu er farið í tilurð og uppbyggingu almannatrygginga- og lífeyrissjóðakerfisins. Fjallað er um hugmyndafræði íslenska lífeyrissjóðakerfisins, styrk þess og hvernig það byggir á samkomulagi verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda. Auk þess er tekið fyrir skylduaðild, tryggingavernd,samspil lífeyrissjóðanna og almannatryggingakerfisins og réttindaávinnsla.

Kennari: Sigurlaug Gröndal hjá Félagsmálaskóla alþýðu

Skráningu lýkur 24. nóvember kl. 12:00

SKRÁNING

Mąż zaufania, jego rola i stanowisko – kurs online w języku polskim  |  1 - 30 listopada


Grunnnámskeið á pólsku um hlutverk trúnaðarmanna - Þátttakendur fá sendan link á upptöku.

Kursjestczęściąobowiązującegoprogramuszkoleniowego.

Omówionazostanierolamężazaufaniazgodnie z przepisamiprawaorazukładamizbiorowymi, a takżejegoprawa i obowiązki.

Kurs jest otwarty dla wszystkich mężów zaufania reprezentujących związki zawodowe oraz innych zainteresowanych tematem. Jest to kurs online, który można odbyć w dowolnym momencie w okresie od 1. do 30. listopada 2025 r.

Kursomawiarolęmężazaufania w miejscupracy – jakiesąjegoobowiązki, copowinien, a czegoniepowinienrobić?

Przedstawionazostaniefunkcjamężówzaufaniazgodnie z przepisamiprawaorazukładamizbiorowymi.

Uczestnicydowiedząsię, gdziemogąuzyskaćinformacjedotycząceinterpretacjiukładówzbiorowychorazinnychkwestiizwiązanych z ichpracą.

Zaprezentowanezostanąbazydanych, doktórychmążzaufaniamadostęp i z którychmożekorzystać w celuzdobyciapotrzebnychinformacji.

Omówionezostanązasadyprzyjmowania i rozpatrywaniaskargprzezmężówzaufaniaorazsposobyzapewnieniapełnejpoufności w ichpracy.

Obecnimężowiezaufaniazainteresowaniuczestnictwem w kursiemusząuzyskaćzgodęswojegozwiązkuzawodowego, abyotrzymadoniegodostepbezpłatnie

Pozostalizainteresowanimogąubiegaćsię o dofinansowanie w swoimzwiązkuzawodowym.

 Rejestracja kończy się  31. października o godzinie 12:00

REJESTRACJA

Uppsagnir og uppsagnarfrestur  |  Vefnám

 

Upptaka er aðgengileg 1. til 30. september

Á námskeiðinu er fjallað um form uppsagna, þar á meðal hvenær má segja upp og hvenær ekki, ritun og afhending uppsagnar bréfaauk lengdar uppsagnarfrests samkvæmt kjarasamningum.

Námskeiðinu er ætlað að varpa ljósi á þær skyldur sem bæði starfsfólk og atvinnurekendur hafa samkvæmt gildandi kjarasamningum þegar kemur að uppsögn.Fjallað er um uppsagnir í tengslum við orlof, veikindi og slys sem og þeirra sem njóta uppsagnaverndar.

Námskeiðið er rafrænt og fer þannig fram að nemendur horfa á upptöku af fyrirlestri og svara síðan spurningum úr efni hans.

Skráningu lýkur 31. ágúst kl. 12:00

 SKRÁNING

Veikinda – og slysaréttur  |  Vefnám  

Upptaka er aðgengileg 1. til 31. október

Á námskeiðinu er fjallað um rétt launafólks til launa í veikinda- og slysatilfellum samkvæmt lögum og gildandi kjarasamningum. Farið er í ávinnslu, töku og ýmis ákvæði er varða veikinda- og slysarétt, þar á meðal dæmi úr mismunandi kjarasamningum.

Gerður er greinamunur á veikindarétti annars vegar og slysarétti hins vegar.

Námskeiðið er rafrænt og fer þannig fram að nemendur horfa á upptöku af fyrirlestri og svara svo spurningum úr efni hans.

Skráningu lýkur 30. september kl. 12:00

SKRÁNING