Umsögn BSRB um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997 (víxlverkun örorkulífeyrisgreiðslna), mál nr. 430.
BSRB telur þá breytingu sem lögð er til í frumvarpinu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða til mikilla bóta. Hins vegar hefur BSRB harðlega mótmælt fyrirætlan ríkisstjórnarinnar um að fella niður jöfnunarframlag ríkisins til lífeyrissjóða vegna örokubyrði. Forsenda þess að BSRB styðji að fyrirliggjandi frumvarp verði gert að lögum er að jöfnunarframlag ríkisins til lífeyrissjóða verði aftur 0,25% af tryggingagjaldsstofni hvers árs vegna örorkubyrði sjóðanna.
Fyrir hönd BSRB
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir
hagfræðingur