Umsögn BSRB um frumvarp til breytinga á húsaleigulögum, 272. mál.

BSRS styður efni frumvarpsins. Skráningarskylda leigusamninga er löngu tímabær enda eru rúmlega 20 prósent heimila á Íslandi á leigumarkaði. Upplýsingar um markaðinn eru hins vegar mjög takmarkaðar, sérstaklega varðandi verðlagningu og verðþróun. Þessi skortur á upplýsingum hamlar mjög stefnumótun og ákvörðunum um húsnæðisstuðing til leigjenda.

Í tillögum starfshópa um húsnæðismál árin 2019 og 2022 hefur komið fram skýr vilji um frekari lagaákvæði til að tryggja jafnræði samningsaðila og aukið húsnæðisöryggi leigjenda varðandi ákvörðun leiguverðs, breytingar á leiguverði á samingstímanum og uppsagnarfrest leigusamninga. Þetta frumvarp mætir þeim tillögum ekki með fullnægjandi hætti. BSRB leggur ríka áherslu á að frumvarp þess efnis verði lagt fram af innviðaráðherra á næstu vikum.

Fyrir hönd BSRB

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir
hagfræðingur

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?