Umsögn BSRB um frumvarp til laga um breytingu á lögum um 40 stunda vinnuviku

Umsögn BSRB um frumvarp til laga um breytingu á lögum um 40 stunda vinnuviku, nr. 88/1971, með síðari breytingum (stytting vinnutíma).

Reykjavík, 23. nóvember 2018

 

BSRB hefur fengið til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um 40 stunda vinnuviku nr. 88/1971, þar sem lagt er til að lögfest verði 35 stunda vinnuvika í stað 40 stunda vinnuviku.

Stytting vinnuvikunnar hefur lengi verið baráttumál BSRB og verið grundvallarkrafa í stefnu bandalagsins undanfarin ár. Á nýafstöðnu þingi BSRB fór fram mikil umræða um styttingu vinnuvikunnar. Á þinginu voru meðal annars birtar niðurstöður úr rannsókn sem unnin var af hálfu Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri um áhrif tilraunaverkefna um styttingu vinnuvikunnar sem BSRB hefur tekið þátt í ásamt Reykjavíkurborg annars vegar og ríkinu hins vegar. Þar kom meðal annars fram að þeir starfsmenn sem hafa tekið þátt í tilraunaverkefnum undanfarinna ára lýsi afar jákvæðum áhrifum þess á daglegt líf, bæði innan vinnustaðar og utan hans. Þannig hafi þeim betur tekist að samræma vinnu og einkalíf á sama tíma og þau hafi upplifað betri heilsu og bætta andlega líðan.

BSRB telur styttingu vinnuvikunnar mikilvægan þátt í því að búa til fjölskylduvænna samfélagi sem grundvallast á samþættingu fjölskyldulífs- og atvinnulífs. Þannig telur bandalagið að lögfesta þurfi 35 stunda vinnuviku í dagvinnu og að vinnuvika vaktavinnufólks verði 80% af vinnutíma dagvinnufólks á launaskerðingar. Styttri vinnuvika stuðlar að betri starfsánægju, auknum afköstum á vinnutíma, minni streitu og bættri heilsu. Hún stuðlar einnig að auknu jafnvægi innan heimilisins og jafnari stöðu kynjanna á vinnumarkaði.

BSRB styður því framgang þessa máls heilshugar.


Fyrir hönd BSRB


Helga Jónsdóttir
framkvæmdastjóri

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?