Umsögn BSRB um frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands

Umsögn BSRB um frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands og starfskjör starfsmanna þeirra og fleiri lögum (vernd réttinda á vinnumarkaði, EES-mál). Þingskjal 674 – 468. mál

Reykjavík, 2. maí 2018

BSRB hefur fengið til umsagnar frumvarp til laga um um breytingu á lögum um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands og starfskjör starfsmanna þeirra og fleiri lögum (vernd réttinda á vinnumarkaði, EES-mál).

BSRB styður eindregið markmið og framgang þessa máls. Frumvarpið var unnið með samráði Velferðarráðuneytis við fulltrúa aðila vinnumarkaðarins, Vinnueftirlitsins og Vinnumálastofnunar. Bandalagið hvetur til samþykktar þess á yfirstandandi þingi.

Fyrir hönd BSRB

 

Helga Jónsdóttir
framkvæmdastjóri

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?