Umsögn BSRB um frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkratryggingar

Umsögn BSRB um frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkratryggingar, nr. 112/2008 (sálfræðimeðferð), 513. mál

Reykjavík, 22. mars 2019

BSRB hefur fengið til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkratryggingar þar sem lagðar eru til þær breytingar að almenn sálfræðiþjónusta falli undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands og verði þannig veitt á sömu forsendum og önnur heilbrigðisþjónusta.

BSRB hefur um árabil krafist þess að sú mismunum sem viðgengst milli einstaklinga vegna eðlis og uppruna sjúkdóma þeirra verði leiðrétt. Í stefnu BSRB frá síðasta þingi bandalagsins er t.a.m. nefnt sérstaklega að heilbrigðiskerfið eigi að taka utan um þá sem glíma við andleg veikindi og er frumvarpið liður í því.

BSRB styður því framgang frumvarpsins og hvetur til þess að það verði samþykkt.

Fyrir hönd BSRB

Hrannar Már Gunnarsson
lögfræðingur

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?