Umsögn BSRB um frumvarp til laga um sorgarleyfi, 593. mál

BSRB hefur fengið til umsagnar frumvarp félags- og vinnumarkaðsráðherra um sorgarleyfi sem ætlað er að tryggja foreldrum svigrúm til sorgarúrvinnslu í kjölfar barnsmissis og eftir atvikum styðja við eftirlifandi systkin við að aðlagast breyttum aðstæðum. Þá er lögunum ætlað að auka líkur á að foreldrar geti átt farsæla endurkomu á vinnumarkað og geti tekið virkan þátt í samfélaginu að nýju í kjölfar slíkra áfalla.

Bandalagið styður efni frumvarpsins og hvetur til þess að það verði samþykkt.

 

Fyrir hönd BSRB

Hrannar Már Gunnarsson
lögfræðingur

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?