Umsögn BSRB um tillögu til þingsályktunar um gjaldfrjálsar tannréttingar fyrir börn, 58. mál

BSRB hefur fengið til umsagnar þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi álykti að tannréttingar barna verði gjaldfrjálsar og feli heilbrigðisráðherra að leggja fram frumvarp þess efnis eigi síðar en í maí 2022. BSRB styður efni tillögunnar og tekur undir þau atriði sem koma fram í greinargerð með henni. Á nýafstöðnu þingi bandalagsins, sem haldið var daganna 24. og 25. mars sl., var rætt sérstaklega að ríkinu beri að endurskoða greiðsluþátttöku vegna tannréttinga barna, enda hefur sú þátttaka lengi staðið í stað og endurspeglar því á engan hátt þann mikla kostnað sem slíkt ferli felur í sér.

BSRB tekur því heilshugar undir að núverandi kerfi mismuni börnum eftir efnahag foreldra þeirra og hvetur til þess að þingályktunartillagan nái fram að ganga.


Fyrir hönd BSRB
Hrannar Már Gunnarsson lögfræðingur

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?