Umsögn um frumvarp til laga um tillögu til þingsályktunar um skipun starfshóps um rétt til að annast veikt eða slasað barn, 96. mál.

BSRB hefur fengið til umsagnar ofangreinda þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að fela félags- og vinnumarkaðsráðherra að skipa starfshóp sem skoði hvort skilgreina eigi rétt foreldra eða forsjáraðila á vinnumarkaði til að annast veikt eða slasað barn með tilliti til fjölda barna.

BSRB styður við efni tillögunnar og mun taka þátt í vinnu starfshópsins, komist hann á laggirnar.

Fyrir hönd BSRB

Hrannar Már Gunnarsson
lögfræðingur

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?