Umsögn um frumvarp um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof og lögum um tryggingagjald

Umsögn BSRB um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof, með síðari breytingum og lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald, með síðari breytingum. Þingskjal 141 – 84. mál.

Reykjavík, 21. febrúar 2017


BSRB hefur fengið til umsagnar frumvarp til laga um um breytingu á lögum nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof, með síðari breytingum og lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald, með síðari breytingum.

BSRB fagnar framlagningu þessa þingmáls. Bandalagið átti fulltrúa í starfshópi um framtíðarstefnu fæðingarorlofsmála sem skipaður var af félags- og húsnæðismálaráðherra 2014 og voru tillögur hans afhentar ráðherra í mars 2016. Nú ári síðar eru kröfur BSRB þær sömu og tillögurnar fela í sér, að fæðingarorlof verði 12 mánuðir, greiðslur verði óskertar upp að 300.000 kr. en foreldrar fái 80% af viðmiðunartekjum umfram það og að hámarksgreiðslur verði 600.000 kr.

Samkvæmt útreikningum ASÍ og BSRB, sem sendar voru til allra stjórnmálaflokka í aðdraganda kosninga vegna átaks samtakanna um Betra fæðingarorlof, rúmast tillögur starfshópsins eins og þær eru lagðar fram í skýrslunni innan þess tryggingargjalds sem Fæðingarorlofssjóður fékk á árunum 2012-13, þ.e. 1,28% af tryggingargjaldinu. Hlutfall gjaldsins var lækkað um næstum helming árið 2014 og hefur verið óbreytt síðan.


Fyrir hönd BSRB

Helga Jónsdóttir
framkvæmdastjóri

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?