Umsögn um tillögu til þingsályktunar um brottfall aldurstengdra starfslokareglna

Umsögn BSRB um tillögu til þingsályktunar um brottfall aldurstengdra starfslokareglna, 324. mál

Reykjavík, 22. mars 2021

BSRB hefur fengið ofangreinda þingsályktunartillögu til umsagnar þar sem lagt er til að félagsog barnamálaráðherra, í samráði við hagsmunaaðila, undirbúi og leggi fram frumvarp sem felli brott ákvæði laga um starfslokaaldur þar sem við á. BSRB fagnar tillögunni en vill ítreka að vanda verði til verka við slíka vinnu og gæta að réttindum opinberra starfsmanna, t.a.m. þegar kemur að lífeyrissjóðsgreiðslum þeirra. Það er skoðun bandalagsins að allar breytingar sem varða starfskjör launafólks eigi að vinna í samvinnu viðeigandi aðila kjarasamninga.

Bandalagið vísar að öðru leyti til umsagna sinna um samskonar þingmál, sbr. 397. mál á 150. löggjafarþingi, dags. 27. mars 2020 og 185. mál á 151. löggjafarþingi dags. 3. mars 2021, til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis þar sem fram koma áherslur bandalagsins.

Fyrir hönd BSRB

Hrannar Már Gunnarsson
lögfræðingur

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?